Rússneskar flugvélar flugu yfir bandarísk flugmóðurskip

Rússnesk TU-95 flugvél á flugi yfir Noregi.
Rússnesk TU-95 flugvél á flugi yfir Noregi. AP

Tvær rússneskar TU-95 sprengjuflugvélar, svokallaðir Birnir, flugu yfir bandaríska flugmóðurskipið USS Nimitz á vesturhluta Kyrrahafs um helgina. Fjórar F-18 sprengjuflugvélar voru sendar frá skipinu í veg fyrir rússnesku vélarnar.

Bandarískur embættismaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Birnirnir hefðu flogið yfir skipið í 2000 feta hæð. Þeir hefðu verið á flugi fyrir sunnan Japan en síðan beygt og flogið beint í áttina til Nimitz.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert