Trúarlögregla bannar sölu á rauðum rósum

Trúarlögregla í Sádí-arabíu hefur bannað sölu á rauðum rósum og öðrum Valentínusardagsgjöfum, að því er blað þar í landi greinir frá. Haft er eftir verslunarfólki að lögreglumenn hafi sagt því að fjarlægja úr verslununum alla rauða gjafavöru, þ.á m. blóm og gjafaumbúðir.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fregnir herma að svartamarkaðsverð á rósum sé af þessum sökum farið að hækka verulega.

Sádí-arabísk yfirvöld líta svo á að Valentínusardagurinn, sem er á fimmtudaginn, ásamt ýmsum öðrum árlegum hátíðisdögum, samræmist ekki Íslam.

Ennfremur er litið svo á, að Valentínusardagurinn hvetji til sambands karla og kvenna utan hjónabands, en slíkt er refsivert að lögum í Sádí-arabíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert