Engin ógn stafaði af rússnesku herflugvélunum

Rússnesk TU-95 flugvél.
Rússnesk TU-95 flugvél. AP

Engin ógn stafaði af rússnesku herflugvélunum sem flugu yfir bandarískt herskip úti fyrir Japansströnd á laugardaginn, sagði yfirmaður bandaríska flotans í dag. Áhöfn skipsins hefði ekki verið sett í viðbragðsstöðu. „Ég taldi ekki að um ögrun væri að ræða,“ sagði Gary Roughead aðmíráll.

Kvaðst hann ekki hafa leitað skýringa hjá stjórnvöldum í Moskvu, en sagðist telja að rússneski herinn væri að reyna að láta til sín taka á alþjóðavettvangi.

Rússnesku „Birnirnir,“ TU-95 sprengjuflugvélar, hefðu sést með góðum fyrirvara og þotur verið sendar á móti þeim. Öll viðbrögðu hefðu gengið snuðrulaust.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, ræddi við aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, Sergei Ivanov, í München á sunnudaginn, en vakti ekki máls á atvikinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert