Kevin Rudd, nýr forsætisráðherra Ástralíu, mun á þingfundi á morgun biðja ástralska frumbyggja formlega afsökunar á meðferð sem þeir sættu í tæpa öld en þá voru börn tekin með valdi af foreldrum sínum og alin upp á opinberum stofnunum á afskekktum svæðum þar sem þau sættu oft afar slæmri meðferð.