Stjórnvöld í Taívan eru að reyna að finna út hvort karlmaður, sem var handtekinn í Bandaríkjunum í gær vegna gruns um njósnir hafi veitt kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um nýtt geimvarnakerfi Taívan.
Kuo Tai-sheng var handtekinn í gær grunaður um að hafa stolið leyniskjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins um geimferðaáætlanir Bandaríkjamanna og komið þeim til Kínverja.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá því í gær að sérfræðingur varnarmálaráðuneytisins, Gregg W. Bergersen, hafi selt Kuo upplýsingar sem hafi síðan komið upplýsingunum til kínverskra stjórnvalda. Kuo, sem er frá Taívan, er bandarískur ríkisborgari og starfaði sem húsgagnasali í New Orleans.