Grunaður um njósnir

Stjórn­völd í Taív­an eru að reyna að finna út hvort karl­maður, sem var hand­tek­inn í Banda­ríkj­un­um í gær vegna gruns um njósn­ir hafi veitt kín­versk­um stjórn­völd­um upp­lýs­ing­ar um nýtt geim­varna­kerfi Taív­an.

Kuo Tai-sheng var hand­tek­inn í gær grunaður um að hafa stolið leyniskjöl­um banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins um geim­ferðaáætlan­ir Banda­ríkja­manna og komið þeim til Kín­verja.

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið greindi frá því í gær að sér­fræðing­ur varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, Gregg W. Ber­ger­sen, hafi selt Kuo upp­lýs­ing­ar sem hafi síðan komið upp­lýs­ing­un­um til kín­verskra stjórn­valda. Kuo, sem er frá Taív­an, er banda­rísk­ur rík­is­borg­ari og starfaði sem hús­gagna­sali í  New Or­le­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert