Barack Obama myndi sigra John McCain naumlega ef þeir byðu fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum í dag, samkvæmt nýrri könnun. Fylgi McCains og Hillary Clintons er nánast jafnt.
Samkvæmt könnuninni fengi Obama 48% fylgi ef valið stæði á milli hans og McCains, en sá síðarnefndi hlyti 42%. Clinton fengi 46% atkvæða en McCain 45%.