Breskir internetnotendur sem hlaða niður kvikmyndum og tónlist með ólöglegum hætti geta átt von á að þeim verið refsað með netnotkunarbanni. Samkvæmt opinberu skjali sem lekið var í fjölmiðla og birtist í The Times í dag eru bresk yfirvöld að íhuga ný lög um netnotkun.
Tillögurnar eru hluti af „grænu skjali" sem verður birt opinbert í næstu viku. „Grænt skjal" er fyrsta skrefið að þingsályktunartillögu og lagasetningu í breska þinginu.
Samkvæmt Times kemur þar fram að áætlað er að koma upp þriggja viðvarana kerfi þannig að þeir sem gerast uppvísir að því að hlaða niður efni eftir ólöglegum leiðum muni fá senda viðvörun í tölvupósti. Seinni viðvörunin felst í því að netþjónustan verði aftengd tímabundið og ef upp kemst um þriðja brot verður netþjónustusamning viðkomandi sagt upp.