Yfir hundrað innflytjendur handteknir í París

Franska lög­regl­an hand­tók 114 manns á far­fugla­heim­ili í Par­ís í dag.  Talið er að hundrað og fimm af hinum hand­teknu séu ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur en níu manns voru hand­tekn­ir fyr­ir að hýsa fólkið við ófull­nægj­andi aðstæður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá franskri lög­reglu voru fjög­ur hundruð lög­reglu­menn send­ir á vett­vang til þess að loka at­hvarf­inu sem er í 13. hverfi Par­ís­ar, en flest­ir íbú­arn­ir voru frá ríkj­um sunn­an við Sa­hara í Afr­íku.

Grun­ur leik­ur á að okrað sé á hús­næði far­and­verka­manna þar sem þeir séu látn­ir borga ok­ur­verð fyr­ir hús­næði í niðurníðslu, og að fleiri leigj­end­ur séu um hvert her­bergi en leyfi­legt er.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert