Frönsk herþota brotlenti

Frönsk Mirage herþota brotlenti í Biskajaflóa eftir að flugmaður og siglingafræðingur hennar skutu sér út eftir að þeir höfðu orðið varir við tæknilega bilun í vélinni sem var á æfingaflugi í gær. Flugu þeir vélinni út á sjó þar sem brotlending hennar myndi ekki valda öðrum skaða eða tjóni.

Fiskibátur bjargaði öðrum áhafnarmeðlimnum á meðan strandgæslan bjargaði hinum.

Bækistöð þotunnar sem var af gerðinni Mirage 2000N var í grennd við Bordeaux.

Franska varnarmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á hvað olli slysinu en gefur ekki upp að svo stöddu hvaða tæknilegi vandi mun hafa komið upp um borð í vélinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert