Frumbyggjar beðnir afsökunar

Forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd baðst fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar og margra genginna ríkisstjórna afsökunar fyrir framferði þeirra gegn frumbyggjum landsins og fyrir öll þau lög og stefnur sem hafa valdið sorg, þjáningu og missi.

Rudd nefndi sérstaklega málefni „hinnar stolnu kynslóðar” og vitnaði þar í þá stefnu sem yfirvöld fylgdu fram á áttunda áratug síðustu aldar þar sem börn frumbyggja voru í þúsunda tali tekin frá foreldrum sínum til að stuðla að samruna frumbyggja inn í samfélag hvítra.

Afsökunarbeiðninni var sjónvarpað beint um alla Ástralíu og brustu víða  út mikil fagnaðarlæti.

Á fréttavef BBC segja fréttaskýrendur að sumir frumbyggjar telji að afsökunarbeiðninni hefðu átt að fylgja bótagreiðslur til þeirra sem stefna yfirvalda bitnaði á.

Frumbyggjar fögnuðu afsökunarbeiðni Rudd í dag.
Frumbyggjar fögnuðu afsökunarbeiðni Rudd í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert