Játa aðild að morðinu á Bhutto

Benazir Bhutto á fjöldafundi í Pakistan.
Benazir Bhutto á fjöldafundi í Pakistan. AP

Tveir menn sem handteknir voru í tengslum við rannsókn á morðinu á Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan, játuðu í dag að hafa hjálpað sjálfum tilræðismanninum, að því er lögregla greindi frá.

Mennirnir tveir kváðust hafa verið á vettvangi þegar tilræðið var framið, og að þeir hefðu skotið skjólshúsi yfir tilræðismanninn nóttina áður en hann sprengdi sig í loft upp á útifundi 27. desember í Rawalpindi með þeim afleiðingum að Bhutto beið bana.

Lögreglan sagði mennina ennfremur hafa látið tilræðismanninum, sem nefndur var Bilal, í té jakka hlaðinn sprengiefni og byssu. Mun hann hafa viljað hefna náins vinar síns sem féll í atlögu hersins á Rauðu moskuna í Islamabad í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka