Obama leiðir kapphlaupið

Barack Obama hefur skotist framfyrir Hillary Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum. Hann vann prófkjörin í Virginíu, Maryland og Washington og nágrenni (District of Columbia) í gær.

Samkvæmt CNN fréttastöðinni hefur Obama nú 1215 kjörmenn en Clinton 1190 en til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins þarf frambjóðandi að hafa 2025 kjörmenn.

Fyrir Repúblíkanaflokkinn var það öldungadeildarþingmaðurinn John McCain sem sigraði Mike Huckabee í sömu ríkjum og hefur nú nokkra yfirburði eða 812 kjörmenn á móti 217 sem styðja Huckabee.

Obama hefur nú sigrað Clinton í prófkjörum í átta ríkjum í röð.

Barack Obama er kominn með fleiri kjörmenn en Clinton.
Barack Obama er kominn með fleiri kjörmenn en Clinton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert