Verja tugum milljarða króna í að framkalla regn

Það hljómar líklega eins og kaflabrot í vísindaskáldsögu en er engu að síður staðreynd að Kínverjar hafa á síðustu árum varið tugum milljarða króna í að framkalla regn, ef svo má að orði komast, með aðferð sem á ensku nefnist „cloud-seeding“ og gengur út á að dreifa ögnum úr flugvél sem síðan setjast í skýin og eiga þátt í að þétta vatnsgufuna svo hún falli til jarðar í formi regndropa.

Blaðamaðurinn Fred Pearce gerir þetta að umtalsefni í bók sinni „When the rivers run dry: What happens when our water runs out?“ sem gefin var út 2006 og útleggja má á íslensku sem „Þegar árnar þorna: Hvað gerist þegar vatnið okkar gengur til þurrðar?“

Hefur hann þar eftir kínverskum veðurfræðingum að Kínverjar hafi varið um 250 milljónum Bandaríkjadala, um 16,5 milljörðum króna, til þessa verkefnis á árunum 1995 til 2003. Segir þar að aðferðin hafi aukið úrkomu um 200 rúmkílómetra, eða sem nemur helmingi af rennsli Gulár á þeim tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert