Deilt um dönsk hryðjuverkalög

Teiknarinn Kurt Westergaard. Þrír menn voru handteknir í vikunni fyrir …
Teiknarinn Kurt Westergaard. Þrír menn voru handteknir í vikunni fyrir að ætla að myrða Westergaard í líkamrsæktarstöð. Reuters

Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að myrða danska teikn­ar­ann Kurt Westerga­ard segj­ast ætla að áfrýja ákvörðun danska dóms­málaráðuneyt­is­ins um að senda þá úr landi.

Menn­irn­ir tveir sem um ræðir eru báðir frá Tún­is, en þeir hafa báðir búið í Dan­mörku í meira en sjö ár. Þeir voru hand­tekn­ir sl. þriðju­dag í aðgerðum lög­reglu, grunaðir um að hafa ætlað að myrða Westerga­ard, sem teiknaði mjög um­deilda mynd af spá­mann­in­um Múhameð.

Ann­ar mann­anna, sem er 36 ára gam­all og gift­ur danskri konu, sagði dóm­ara í dag að hann væri „ekki hryðju­verkamaður held­ur hóf­sam­ur múslimi". Menn­irn­ir tveir segj­ast báðir ótt­ast pynt­ing­ar ef þeir verða send­ir aft­ur til Tún­is.

Málið hef­ur vakið umræðu í Dan­mörku um lög um hryðju­verk sem sett voru árið 2002 og þykir mörg­um of langt gengið að vísa mönn­um úr landi án þess að fá fjallað um mál sín fyr­ir dóm­stól­um.

Þriðji maður­inn sem hand­tek­inn var er dansk­ur rík­is­borg­ari af mar­okkósk­um ætt­um, en hann var lát­inn laus að lokn­um yf­ir­heyrsl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka