Mótmælendur brenndu danska fánann

Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum …
Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum blöðum. mbl.is

Mót­mæl­end­ur í borg­inni Karachi í Pak­ist­an brenndu danska fán­ann í mót­mæla­skyni við birt­ing­ar danskra blaða á ádeilu­mynd danska teikn­ar­ans Kurt Westerga­ard af Múhameð spá­manni.

Um fimm­tíu meðlim­ir rót­tæks nem­enda­hóps fóru á göt­ur til þess að mót­mæla teikni­mynd­inni en upp­nám vegna henn­ar og 11 annarra danskra skop­mynda af spá­mann­in­um leiddi til blóðugra óeirða í múslimaríkj­um fyr­ir tveim árum.

„Við mun­um ekki hika við að fórna líf­um okk­ar til þess að vernda heil­ag­leika spá­manns okk­ar," sagði þát­tak­andi í mót­mæl­un­um í sam­tali við frétta­rit­ara AFP.

Þátt­tak­end­urn­ir hrópuðu slag­orð gegn for­seta Pak­ist­an og gagn­rýndu rík­i­s­tjórn­ina fyr­ir að taka ekki á mál­inu við dönsk stjórn­völd.

Sautján dönsk dag­blöð birtu mynd­ina á miðviku­dag­inn og hétu því að verja tján­ing­ar­frelsið, dag­inn eft­ir að dönsk lög­regla kom upp um sam­særi um að myrða Westerga­ard.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert