Skotárás í bandarískum skóla

mbl.is/Kristinn

Að minnsta kosti átján eru sagðir hafa orðið fyrir skoti í skotárás við Norður-Illinois haskólann í bænum DeKalb, um 100 kílómetrum frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa Sky hefur eftir fjölmiðli í bænum að maður vopnaður skambyssu og haglabyssu hafi framið árásina og er hann sagður hafa verið skotinn af lögreglu.

Nemandi við skólann sagði í viðtali við útvarpsstöð að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum í fyrirlestrarsal með 140 nemendum.

Á vefsíðu skólans segir að ekki stafi lengur hætta af manninum en sögum ber ekki saman um það hvort hann er í haldi lögreglu eða hvort hann hafi verið skotinn til bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert