Endurbirtingu skopmynda mótmælt

Frá mótmælum á Gaza í dag.
Frá mótmælum á Gaza í dag. Reuters

Þúsundir Palestínumanna mótmæltu á Gaza í dag því að danskir fjölmiðlar hafi birt aftur skopteikningar af Múhameð spámanni. Mushir al-Masri, einn af leiðtogum Hamas, sagði við fréttamenn í dag að það sé til skammar að Danir hafi ákveðið að endurbirta teikningarnar.

 Í Pakistan var svipað upp á teningnum þar sem fjöldi fólks mótmælti endurbirtingu myndanna. Einhverjir göngumanna þar brenndu eftirmyndir af forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen og kröfðust mótmælendur þess að stjórnvöld í Pakistan slitu stjórnmálasambandi við Dani og að fólk myndi hætta að kaupa danskar vörur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert