Hizbollah hótar Ísrael stríði

Hizbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah segist reiðubúinn fyrir styrjöld.
Hizbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah segist reiðubúinn fyrir styrjöld. Reuters

Leiðtogi Hizbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að samtökin séu undir það búin að fara í styrjöld við Ísrael eftir morðið á einum af leiðtogum Hizbollah í Sýrlandi.

Samkvæmt BBC tilkynnti Nasrallah þetta í ræðu sem hann flutti við útför Imad Mughniyeh í Beirút í gær. Mikil spenna er í borginni þar sem þúsundir manna voru viðstaddir útförina og andstæðingar þeirra fjölmenntu einnig á minningarathöfn sem haldin var til heiðurs fyrrum forsætisráðherra landsins Rafik Hariri en 3 ár eru síðan hann var myrtur.

Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri eyðleggingu í Líbanon …
Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri eyðleggingu í Líbanon 2006. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert