Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem sækist eftir tilnefningu bandaríska demókrataflokkssins sem forsetaframbjóðandi, segir að gera verði „hvað sem þarf" til að útrýma byssuofbeldi í landinu.
Obama, sem er frá Illinois, hefur boðist til að aðstoða N-Illinois háskólann við rannsókn á skotárás við skólann í gær sem varð sex manns að bana.
Obama er fyrrverandi kennari í stjórnarskrárlögum, hann segir að þótt stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti einstaklingum leyfi til að eiga vopn, þá lúti slík eign reglugerðum á borð við að kanna feril manna áður en þeir kaupa vopn.