Romney styður McCain

00:00
00:00

Mitt Rom­ney, sem hætti þátt­töku í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um í síðustu viku, hef­ur lýst yfir stuðningi við John McCain. Rom­ney lýsti þessu yfir á fundi með McCain í Bost­on í gær­kvöldi.

Sagði McCain að hann væri stolt­ur af því að lýsa yfir full­um stuðningi við kosn­inga­bar­áttu McCain sem hann lýsti sem sannri banda­rískri hetju og að hann efaðist ekki um að McCain yrði næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Er talið full­víst að McCain muni verða for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins í kom­andi for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert