Sex létust í árás á skóla

00:00
00:00

Árás­armaður myrti fimm nem­end­ur og framdi síðan sjálfs­víg við  DeKalb há­skól­ann í N-Ill­in­o­is, skammt frá Chicago. Tutt­ugu og einn urðu fyr­ir skot­um er árás­armaður hóf skot­hríð í fyr­ir­lestr­ar­sal með 140 nem­end­um. Á vefsíðu skól­ans seg­ir að átján séu al­var­lega slasaðir.

Öllu skóla­haldi við skól­ann hef­ur verið af­lýst og hef­ur nem­end­um við skól­ann verið boðin áfalla­hjálp auk þess sem þeir hafa verið beðnir um að hringja í fjöl­skyld­ur sín­ar. Staðfest hef­ur verið á heimasíðu skól­ans að árás­armaður­inn var nem­andi í fé­lags­fræði við skól­ann í fyrra en var ekki inn­ritaður í vet­ur.

Norður Ill­in­o­is há­skól­inn er um hundrað kíló­metr­um frá Chicago í Ill­in­o­is-ríki. Um 25.000 nem­end­ur stunda nám við hann.
Árás­armaður­inn var svart­klædd­ur með dökk sólgler­augu er hann gekk inn í fyr­ir­lestr­ar­sal þar sem 140 jarðfræðinem­end­ur sátu. Hann var vopnaður hagla­byssu og tveim­ur skamm­byss­um. Eft­ir tveggja mín­útna skot­hríð frá sviðinu framdi hann sjálfs­víg.
Fjór­ir hinna látnu voru kon­ur en eitt fórn­ar­lamba árás­ar­manns­ins fyr­ir utan hann sjálf­an var karl.

Árásarmaðurinn lét til skara skríða á Valentínusardaginn.
Árás­armaður­inn lét til skara skríða á Valentínus­ar­dag­inn. Reu­ters
Frá öryggismyndavél á skólalóðinni.
Frá ör­ygg­is­mynda­vél á skóla­lóðinni. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert