Um tvö hundruð stúdentar héldu friðsamleg mótmæli við íslamskan háskóla í Islamabad í Pakistan í morgun. Fordæmdu þeir endurprentun danskra fjölmiðla af skopmyndum af Múhameð spámanni og hvöttu þeir yfirvöld að sýna vanþóknun sína með því að vísa sendiherra Dana úr landi.
Hótuðu stúdentarnir frekari mótmælum ef ekki yrði farið að óskum þeirra.
Í gær brenndu harðlínumenn danska fána í mótmælum í Karachi.