Rúmlega níu hundruð manns hafa látist í miklum vetrarhörkum í Afganistan en veturinn er sá harðasti í landinu áratugum saman. Yfir 316 þúsund nautgripir hafa drepist í kuldanum og 833 hús hafa eyðilagst, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum landsins.
Af þeim 926 einstaklingum sem hafa látist voru 462 búsettir í Herat héraði en tugir manna hafa leitað til lækna vegna kalsára á höndum og fótum í héraðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Afganistans hefur ekki verið jafn mikil kuldatíð í landinu í þrjátíu ár en mælingar ná ekki lengra aftur.