Að minnsta kosti tuttugu ungmenni, flest á aldrinum 14 til 18 ára voru handtekin í óeirðum í Danmörku í nótt. Fólkið hafði kveikt í skólum og bílum, kastað steinum í lögreglu og kallað slagorð gegn málfrelsinu. Óeirðirnar brutust fyrst út um síðustu helgi en þær mögnuðust mjög eftir að dönsk blöð endurbirtu skopmynd af Múhameð spámanni á miðvikudag. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
54 eldar voru kveiktir í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og ellefu ungmenni, öll af erlendum uppruna og yngri en átján ára, voru handtekin í umdæmi Kaupmannahafnarlögreglunnar. Þá voru nokkur ungmenni keyrð heim en Lene Espersens, dómsmálaráðherra Danmerkur, hvatti í gær foreldra til að taka málin í sínar hendur.
Lars Borg, lögreglustjóri, segir greinilegt að foreldrar hafi tekið þetta til sín og að þeir séu að reyna að ná stjórn áástandinu.