Áfram óeirðir í Danmörku

Danskir múslímar mótmæla endurbirtingu myndarinnar af Múhameð spámanni.
Danskir múslímar mótmæla endurbirtingu myndarinnar af Múhameð spámanni. AP

Að minnsta kosti tutt­ugu ung­menni, flest á aldr­in­um 14 til 18 ára voru hand­tek­in í óeirðum í  Dan­mörku í nótt. Fólkið hafði kveikt í skól­um og bíl­um, kastað stein­um í lög­reglu og kallað slag­orð gegn mál­frels­inu. Óeirðirn­ar brut­ust fyrst út um síðustu helgi en þær mögnuðust mjög eft­ir að dönsk blöð end­ur­birtu skop­mynd af Múhameð spá­manni á miðviku­dag. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

54 eld­ar voru kveikt­ir í Kaup­manna­höfn í gær­kvöldi og ell­efu ung­menni, öll af er­lend­um upp­runa og yngri en átján ára, voru hand­tek­in í um­dæmi  Kaup­manna­hafn­ar­lög­regl­unn­ar. Þá voru nokk­ur ung­menni keyrð heim en Lene Es­per­sens, dóms­málaráðherra Dan­merk­ur, hvatti í gær for­eldra til að taka mál­in í sín­ar hend­ur.

Múslímar víða um heim hafa mótmælt endurbirtingu skopmyndar af Múhameð …
Mús­lím­ar víða um heim hafa mót­mælt end­ur­birt­ingu skop­mynd­ar af Múhameð spá­manni Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert