Áfram óeirðir í Danmörku

Danskir múslímar mótmæla endurbirtingu myndarinnar af Múhameð spámanni.
Danskir múslímar mótmæla endurbirtingu myndarinnar af Múhameð spámanni. AP

Að minnsta kosti tuttugu ungmenni, flest á aldrinum 14 til 18 ára voru handtekin í óeirðum í  Danmörku í nótt. Fólkið hafði kveikt í skólum og bílum, kastað steinum í lögreglu og kallað slagorð gegn málfrelsinu. Óeirðirnar brutust fyrst út um síðustu helgi en þær mögnuðust mjög eftir að dönsk blöð endurbirtu skopmynd af Múhameð spámanni á miðvikudag. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

54 eldar voru kveiktir í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og ellefu ungmenni, öll af erlendum uppruna og yngri en átján ára, voru handtekin í umdæmi  Kaupmannahafnarlögreglunnar. Þá voru nokkur ungmenni keyrð heim en Lene Espersens, dómsmálaráðherra Danmerkur, hvatti í gær foreldra til að taka málin í sínar hendur.

Lars Borg, lögreglustjóri, segir greinilegt að foreldrar hafi tekið þetta til sín og að þeir séu að reyna að ná stjórn áástandinu.
Múslímar víða um heim hafa mótmælt endurbirtingu skopmyndar af Múhameð …
Múslímar víða um heim hafa mótmælt endurbirtingu skopmyndar af Múhameð spámanni Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka