Hópur danskra þingmanna hefur aflýst ferð til Írans þar sem stjórnvöld í Teheran hefur krafist þess að Danir biðjist afsökunar á því að skopmynd af Múhameð spámanni hafi verið endurprentuð.
tíu meðlimi utanríkisnefndar Danmerkur, þar á meðal fyrrum utanríkisráðherrann Mogens Lykketoft, ætluðu til írans þann 18. febrúar nk.
Talsmaður nefndarinnar segir að íranski sendiherann hafi krafist þess að nefndin fordæmdi birtinguna, sem nefndin sagðist hvorki geta né ætla að gera.