Fjölskylda fannst látin á Tenerife

Fjög­urra manna fjöl­skylda frá Ítal­íu fannst lát­in á sum­ar­leyf­isstað á Kana­ríeyj­um í dag. Lík tæp­lega fimm­tugs karl­manns fannst fyr­ir utan bygg­ingu í bæn­um Adeje á eynni Teneri­fe, en lík fjöl­skyldu manns­ins fund­ust svo í íbúð á ann­arro hæð.

Meiðsl manns­ins eru sögð í sam­ræmi við það að hann hafi fallið niður af svöl­um íbúðar­inn­ar, en ekki hef­ur verið greint frá því hvernig kona manns­ins, 44 ára göm­ul kona frá Belg­íu og börn­in, sjö ára dreng­ur og fjög­urra ára stúlka lét­ust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert