Fleiri lýsa yfir stuðningi við Obama

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Demókratinn Barack Obama hefur fengið stuðning eins stærsta stéttarfélags Bandaríkjanna. Það er stéttarfélag fólks í þjónustustörfum, Service Employees International Union, sem hefur lýst yfir stuðningnum.

Obama hefur borist stuðningur frá mörgum valdamiklum demókrötum að undanförnu, og virðist hann æ líklegri til að verða valinn forsetaefni bandaríska demókrataflokksins í kosningunum í haust. 

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að stefna Obama sé best fallin til að ná efnahagslegu réttlæti og herilbrigðisstefnu sem allir hafi efni á. Þá segir að hann sé sá sem líklegastur sé til að ljúka Íraksstríðinu.

John McCain, sem þykir langlíklegastur til að verða valinn frambjóðandi repúblikana, hefur einnig borist mikilvægur stuðningur en George Bush eldri, fyrrum forseti Bandaríkjanna og faðir Bush forseta hefur lýst yfir stuðningi við McCain,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert