Fossett úrskurðaður látinn

Athafna og ævintýramaðurinn Steve Fossett hefur verið úrskurðaður látinn  af dómara í Chicago í Bandaríkjunum en Fossett hefur verið saknað frá því einhreyfils flugvél hans hvarf í Nevada eyðimörkinni fyrir fimm mánuðum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Eiginkona Fossets hafði farið fram á að hann yrði úrskurðaður látinn til að hægt væri að ganga frá dánarbúi hans. Í úrskurði dómarans segir að mjög sterkar líkur séu á að hann sé látinn en leitað var að honum í þrjár vikur bæði í Nevada og Kaliforníu eftir að hann hvarf. Nokkrar týndar flugvélar fundust  bið leitina en engin þeirra var flugvél Fossetts. 

Fossett varð fyrstur til að fljúga einn í kring um jörðina án þess að lenda í mars árið 2005.

Steve Fossett í febrúar árið 2006.
Steve Fossett í febrúar árið 2006. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert