Áróðursherferð gegn Obama í undirbúningi

Barack Obama á ársfundi bandaríska demókrataflokksins í Milwaukee í Wisconsin
Barack Obama á ársfundi bandaríska demókrataflokksins í Milwaukee í Wisconsin AP

Forystumenn bandarískra repúblíkana eru sagðir búa sig undir að heyja áróðurherferð gegn Barack Obama, verði hann forsetaefni bandarískra demókrata, þar sem  dregin verði upp mynd af honum sem öfgasinnuðum sósíalista með grunsamleg tengsl við vafasama fjárglæframenn í Chicago. Þetta kemur fram á fréttavef breska blaðsins Sunday Times.

Þá eru margir forystumenn Repúblikanaflokksins sagðir telja frambjóðanda flokksins eiga sigur vísan í forsetakosningunum verði Obama forsetaefni Demókrataflokksins. Haft er eftir áhrifamönnum innan flokksins að Obama verði þá mesti vinstrisinni í forsetaframboði frá því árið 1972 en þá bauð demókratinn George McGovern sig fram gegn Richard Nixon og beið mikinn ósigur.

Þegar hefur verið bent á viðskipti Obama við spillta kaupsýslumenn og fasteignabraskara í Chicago, þeirra á meðal Tony Rezko, sem á fangesisdóm yfir höfði sér fyrir að múta stjórnmálamönnum. Obama keypti heimili sitt í Chicago fyrir 1.65 milljónir Bandaríkjadollara sem var 300.000 dollurum undir því sem á húsið hafði verið sett.  

Næst verður kosið á milli Obama og Hillary Rodham Clinton í prófkjöri demókrata  eru í Wisconsiná þriðjudag en Obama hefur örlítið meira fylgi í ríkinu samkvæmt skoðanakönnunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert