Bandaríkjamenn sakaðir um græsku í gervihnattamáli

Rússar saka Bandaríkjamenn um að nota ónýtan njósnahnött sem yfirskin til að reyna eldflaugavarnir sínar. Bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir í síðustu viku að þau hyggðust sprengja ónýtan njósnahnött þar sem hætta stafaði af honum.

Rússneska varnamálaráðuneytið segir að Bandaríkjamenn hyggist prófa eldflaugavarnir sínar og getu þeirra til að eyðileggja gervihnetti í eigu annarra þjóða.

Bandaríkjamenn segja hnöttinn hafa misst afl skömmu eftir að honum var skotið á loft í desember árið 2006 og að hann sé stjórnlaus. U, 450 kíĺó af hydrazine eldsneyti er um borð í flauginni sem gæti breyst í banvænt eiturgas við brotlendingu á jörðinni.

Ætlunin mun vera að skjóta á gervihnöttinn og sprengja hann svo gasið dreifist út í geim. Hættulítið brak myndi þá þess í stað lenda á jörðinni. 

Þá hafa Bandaríkjamenn einnig neitað getgátum um að ætlunin sé að sprengja hnöttinn til að koma í veg fyrir að hernaðarleyndarmál komist í rangar hendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert