Barak á von á hefndaraðgerðum

Ehud Barak, varnamálaráðherra Ísrael
Ehud Barak, varnamálaráðherra Ísrael Reuters

Ehud Barak, varnamálaráðherra Ísraels sagðist í dag eiga von á að Hisbollah hreyfingin geri árásir á Ísrael með hjálp Írana og Sýrlendinga til að hefna fyrir morðið á Imad Mugnieh, einum leiðtoga samtakanna.

,,Hisbollah hefur ákveðið [...] að kenna Ísrael um tilræðið. Miðað við það getum við reiknað með því að Hisbollah muni reyna að koma fram hefndum í Ísrael eða á erlendri grund."

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah lýsti á fimmtudaginn yfir stríði við Ísrael í kjölfar morðsins.

Ísraelar hafa fagnað dauðdaga Mughnieh, sem er talinn hafa skipulagt fjölda mannskæðra árása á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gegn ísraelskum og bandarískum skotmörkum.

,,Mughnieh bar ábyrgð á dauða hundruða óbreyttra borgara og hermanna frá ýmsum þjóðum. Ég held að Sýrlendingar og Hisbollah geri sér ekki grein fyrir því hver stóð að baki tilræðinu á honum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert