Mannskæðasta tilræði frá innrásinni í Afgansitan

Afghanskur lögreglumaður á vettvangi árásarinnar í morgun.
Afghanskur lögreglumaður á vettvangi árásarinnar í morgun. AP

Að minnsta kosti áttatíu manns létu lífið í sprengjutilræðinu í útjaðri Kandahar-borgar í Afganistan í morgun en tilræðið er mannskæðasta tilræði sem framið hefur verið í landinu frá því stjórn talibana var hrakin frá völdum í árið 2001. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Sextíu píslarvottar voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir létu lífið og tuttugu til viðbótar létust á staðnum,” segir Assadullah Khalid, héraðsstjóri í Kandahar, sem sjálfur slapp ómeiddur úr morðtilræði í síðustu viku. Segir hann ljóst að talibanar hafi staði á bak við tilræðið en enginn hefur lýst ábyrgð á því á hendur sér.

Tilræðið var framið þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til að fylgjast með skipulögðum hundaslag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert