Múslímar hvattir til að sniðganga danskar vörur

Formaður neytendasamtaka múslíma í Jórdaníu hefur lýst því yfir að það sé ófrávíkjanleg skylda múslíma að sniðganga danskar vörur í kjölfar endurbirtingar einnar af Múhameðsmyndum Jyllands-Posten. Slökkvilið og lögregla í Danmörku býr sig nú undir enn eina átakanóttina vegna málsins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Það er skylda allra neytenda í arabískum og íslömskum ríkjum að sniðganga danskar vörur vegna skorts danskra dagblaða á virðingu fyrir tilfinningum múslíma undir fyrirslætti tjáningarfrelsis,” segir Mohammad Obeidat, regnhlífasamtaka neytendasamtaka þrettán múslímaríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka