Danir vilja hluta af olíugróða Grænlendinga

Danir vilja að ágóða af olíu sem kann að finnast á landgrunni Grænlands verði skipt á milli Dana og Grænlendinga, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skoðanakönnun. 59,4% þátttakenda í könnuninni vilja að ágóðanum verði skipt. 20,6% vilja að Grænlendingar sitji einir að ágóðanum og  9,3% vilja að Grænlendingar sitji einir að honum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Mér finnst þessi niðurstaða eðlileg. Danskur almenningur lítur svo á að þar sem við höfum árum saman lagt milljarða króna til samfélagsins á Grænlandi þá sé eðlilegt að verði olíuævintýri við Grænland fái Danir einnig sneið af kökunni,” segir Kristian Thulesen Dahl, þingmaður Danska þjóðarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert