Gamalt handrit vekur spurningar um morðið á Kennedy

John F. Kennedy ásamt Jacqueline eiginkonu sinni skömmu áður en …
John F. Kennedy ásamt Jacqueline eiginkonu sinni skömmu áður en hann var skotinn til bana í Dallas. AP

Handrit af samtali sem á að hafa farið fram á milli Lee Harvey Oswald og Jack Ruby er nú mjög til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum og hefur því jafnvel verið haldið fram að það geti varpað nýju ljósi á aðdraganda morðsins á  John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta. 

Handritið er sagt hafa  fundist í læstum peningaskáp úr eigu Henry Wade, fyrrum saksóknara í Texas, ásamt skothylkjum, bréfum til Ruby og fötum af Oswald og Ruby. Greint er frá fundinum í dagblaðinu The Dallas Morning News og líkum leitt að því að um útskrift af hljóðrituðu samtali sé að ræða.

Samkvæmt upplýsingum Dallas Morning News mun Craig Watson, saksóknari í Dallas, greina grein fyrir fundinum síðar í dag.

Terri Moore, nánasti aðstoðarmaður Watkins, segir hins vegar engar líkur á að umrætt samtal hafi átt sér stað. „Svona tala glæpamenn ekki,” segir hún og bætir því við að hún telji að um gamalt  uppkast að kvikmyndahandriti sé að ræða en vitað sé að Wade hafi haft áhuga á að skrifa kvikmyndahandreit um morðið á Kennedy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert