Kurt Westergaard á hrakhólum

Kurt Westergaard
Kurt Westergaard Retuers

Teiknarinn Kurt Westargaard er svo að segja á götunni, en hótelið þar sem hann hefur verið í felum hefur beðið hann að fara þar sem dvöl hans þar skapi hættu á hótelinu.

Fréttavefur Berlingske Tidende segir frá því að lögreglan hafi útvegað Westergaard herbergi á þægilegu hóteli. Teiknarinn fer huldu höfði þessa dagana, en upp komst um ráðabrugg um að myrða hann í síðustu viku í hefndarskyni fyrir að hafa teiknað umdeilda skopmynd af Múhameð spámanni, sem birt hefur verið í dönskum blöðum.

Berlingske hefur eftir Westergaard að hann hafi grunað að þetta myndi gerast, en lögreglunni hefur enn ekki tekist að finna hótel sem vill hýsa Westergaard og því er óvíst hvar hann mun gista frá og með næsta fimmtudegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert