Spenna í dönskum stjórnmálum

Anders Fogh Rasmussen, Naser Khader og Helle Thorning-Schmidt, leiðtogar þriggja …
Anders Fogh Rasmussen, Naser Khader og Helle Thorning-Schmidt, leiðtogar þriggja danskra stjórnmálaflokka. Reuters

Mikil spenna er nú í dönskum stjórnmálum. Í morgun gagnrýndi talsmenn nokkurra stjórnmálaflokka Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra landsins, harðlega fyrir að leggja ekki til nein úrræði vegna óeirðanna í landinu. Þá mun framtíð stjórnmálaflokksins Ny Alliance ráðast í dag. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Forsvarsmenn flokksins lýstu því yfir fyrir nokkru að þær ætluðu að taka sé umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu varðandi framtíð flokksins og nú hefur því verið lýst yfir að  sá umhugsunarfrestur renni út í kvöld.

Óvissa hefur ríkt um framtíð flokksins frá því þingkonan Malou Aamund sagði sig úr flokknum þann 5. febrúar og gekk til liðs við Venstre en hún var annar af fimm þingmönnum flokksins til að segja skilið við hann. Þá hefur fylgi flokksins mælst mjög lítið í skoðanakönnunum.

„Dagurinn er enn ekki að kvöldi kominn. Við sitjum því enn og hugsum saman,” segir Leif Mikkelsen, formaður landsambands flokksins. Hann neitar hins vegar að gefa upp hverjir eigi aðild að þeim viðræðum en staðfestir að þingmenn hans Naser Khader, Anders Samuelsen og Jørgen Poulsen séu þeirra á meðal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert