George Bush kominn til Ghana

George Bush við komuna til Rúanda í dag
George Bush við komuna til Rúanda í dag AP

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti kom til Gh­ana í dag, sem er fjórði áfangastaður hans á viku­langri ferð hans um Afr­íku. John Kufu­or, for­seti lands­ins hitti for­set­ann banda­ríska við komu hans og fóru þeir rak­leiðis til fund­ar.

Meðan á heim­sókn Bush stend­ur munu leiðtog­arn­ir ræða ör­ygg­is­mál álf­unn­ar, verk­efni Afr­íku­banda­lags­ins og viðskipti.

Bush hef­ur þegar heim­sótt Benín, Tans­an­íu og Rú­anda, en fer á morg­un til Líb­eríu, sem er síðasti áfangastaður­inn í ferðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert