George Bush kominn til Ghana

George Bush við komuna til Rúanda í dag
George Bush við komuna til Rúanda í dag AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti kom til Ghana í dag, sem er fjórði áfangastaður hans á vikulangri ferð hans um Afríku. John Kufuor, forseti landsins hitti forsetann bandaríska við komu hans og fóru þeir rakleiðis til fundar.

Meðan á heimsókn Bush stendur munu leiðtogarnir ræða öryggismál álfunnar, verkefni Afríkubandalagsins og viðskipti.

Bush hefur þegar heimsótt Benín, Tansaníu og Rúanda, en fer á morgun til Líberíu, sem er síðasti áfangastaðurinn í ferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert