Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Barak Obama naumt forskot á Hillary Clinton í Wisconsin, þar sem forkosningar demókrata vegna forsetakosninganna í haust fara fram í dag.
Obama hefur haft betur í átta síðustu forkosningum, og tryggt sér fleiri fulltrúa á flokksþingið þegar forsetaframbjóðandinn verður valinn.
Einnig fara í dag fram forkosningar á Hawaii, þar sem Obama er fæddur.
Fréttaskýrendur telja að þegar forkosningar fara fram í Texas og Ohio 4. mars muni úrslitin í kapphlaupinu að öllum líkindum ráðast, en þar stendur baráttan um mikinn fjölda kjörmanna þar sem þetta eru stór og fjölmenn ríki.