Pakistönsk stjórnvöld mótmæla Múhameðsmyndum

Teikning Kurt Westergaard af Múhameð spámanni með sprengju í vefjarhett …
Teikning Kurt Westergaard af Múhameð spámanni með sprengju í vefjarhett sínum hefur vakið mikla reiði margra múslima Reuters

Utanríkisráðuneyti Pakistans kallaði hátt settan danskan erindreka á sinn fund í dag og tilkynnti honum um vanþóknun þarlendra stjórnvalda á endurbirtingu skopmyndar af Múhameð spámanni í dönskum blöðum nýverið.

Finn Theilgaard, aðstoðarsendiherra Dana í Pakistan fékk þau skilaboð frá pakistönskum stjórnvöldum að birting myndanna í kjölfar þess að upp komst um áætlun um að myrða teiknarann Kurt Westergaard, hafi verið móðgun í garð múslima og skrumskæld notkun á tjáningarfrelsi.

Myndbirtingar af spámanninum Múhameð eru bannaðar samkvæmt lögum Íslams. Mógðun við spámanninn eða Kóraninn er álitin guðlast, og liggur dauðarefsing við samkvæmt pakistönskum lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert