Utanríkisráðuneyti Pakistans kallaði hátt settan danskan erindreka á sinn fund í dag og tilkynnti honum um vanþóknun þarlendra stjórnvalda á endurbirtingu skopmyndar af Múhameð spámanni í dönskum blöðum nýverið.
Finn Theilgaard, aðstoðarsendiherra Dana í Pakistan fékk þau skilaboð frá pakistönskum stjórnvöldum að birting myndanna í kjölfar þess að upp komst um áætlun um að myrða teiknarann Kurt Westergaard, hafi verið móðgun í garð múslima og skrumskæld notkun á tjáningarfrelsi.
Myndbirtingar af spámanninum Múhameð eru bannaðar samkvæmt lögum Íslams. Mógðun við spámanninn eða Kóraninn er álitin guðlast, og liggur dauðarefsing við samkvæmt pakistönskum lögum.