Persaflóaríki vilja aðgerðir danskra stjórnvalda

Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í stærri blöðum …
Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í stærri blöðum Danmerkur á dögunum mbl.is

Sam­starfs­ráð ríkja við Persa­flóa hafa hvatt Dani til að grípa til aðgerða vegna end­ur­birt­inga á Múhameðs-skop­mynd­inni svo­kölluðu. Í bréfi frá ríkj­un­um seg­ir að birt­ing­in, sem vakti mót­mæli bæði í Dan­mörku og Miðaust­ur­lönd­um, hafi verið ögr­andi og ýti und­ir öfga­hyggju.

GCC, sam­starfs­ráð Persa­flóa­ríkja stend­ur sam­an af sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, Bahrain, Sádí Ar­ab­íu, Oman, Qat­ar og Kuwait. Abdel-Rahm­an al-At­iyah,talsmaður GCC var­ar við því að aðgerðir sem túlkaðar séu sem móðgun við spá­mann­inn Múhameð hafi nei­kvæð áhrif á sam­skipti milli mis­mun­andi trú­ar­hópa.

„Þetta eyk­ur öfga­hyggju, sem Íslam fyr­ir­lít­ur og berst gegn."

Dönsk blöð ákváðu að birta aft­ur teikn­ingu Kurt Westerga­ard af Múhameð spá­manni til að lýsa stuðningi við teikn­ar­ann eft­ir að upp komst um áætl­un um að myrða hann. Teikn­ing Westerga­ard af spá­mann­in­um með sprengju í vefjar­hetti sín­um vakti mik­inn úlfaþyt árið 2005 þegar dag­blaðið Jyl­l­ands Posten birti tólf skopteikn­ing­ar af Múhameð.

End­ur­birt­ing­in vakti mik­il mót­mæli, einkum í Dan­mörku, en þar voru kveikt­ir tug­ir elda á göt­um úti í síðustu viku og um helg­ina í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert