100 þúsund prósenta verðbólga

Nýlega var byrjað að prenta 10 milljón dala seðla í …
Nýlega var byrjað að prenta 10 milljón dala seðla í Simbabve. Reuters

Verðbólgan í Simbabve var 100 þúsund prósent í janúar samkvæmt nýjum tölum, sem hagstofa landsins hefur birt. Hagstofan birti í síðustu viku tölur, sem sýndu að verðbólgan á ársgrundvelli í desember var 66.212% en viðvarandi matvæla- og eldsneytisskortur hafa aukið á verðbólguna síðan.

Sérfræðingar stjórnvalda í Simbabve segja, að vöruskorturinn geri það að verkum að erfitt sé að mæla verðbólguna nákvæmlega.

Um 80% þjóðarinnar lifir undir fátækramörkum og talið er að 3 milljónir íbúanna hafi farið til Suður-Afríku að leita sér að atvinnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert