Fitubúðir fyrir börn njóta vinsælda

Offita barna er víða vandamál.
Offita barna er víða vandamál. AP

Offita barna og unglinga er vaxandi vandamál í vestrænum löndum. Bandaríkjamenn deyja þó ekki ráðalausir heldur byggja sumarbúðir fyrir feit börn þar sem takmarkið er að léttast sem mest meðan á dvölinni stendur. Upplýsingar um sumarbúðirnar er að finna á vefsíðunni www.campshane.com.

Þetta fyrirbæri minnir óneitanlega á sjónvarpsþáttinn The Biggest Looser nema að hér er um að ræða sveitta unglinga sem reyna að standast kleinuhringjalöngunina. Unglingarnir fá heldur engan vinning í lokin, nema þá kannski bætta heilsu og stæltara útlit.

Samkvæmt vefsíðunni missa krakkarnir tugi kílóa og fjallað hefur verið um árangur sumarbúðanna í sjónvarpi auk þess sem sjónvarpssálinn Dr. Phil hefur mælt með þeim fyrir feita, bandaríska unglinga. Til gamans má geta að einn af sigurvegurum The Biggest Looser heimsótti búðirnar til að veita innblástur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert