Forsvarsmenn Wal-Mart biðjast afsökunar

Reuters

Forsvarsmenn bandarísku verslunarkeðjunnar Wal-Mart hafa beðið konu, sem er íslamstrúar, afsökunar á því að afgreiðslumaður hélt að hún væri að fremja rán vegna þess að hún var með höfuðslæðu að hætti múslima. Bað afgreiðslumaðurinn konuna að hlífa sér er hún kom á kassa til hans fyrr í mánuðinum, samkvæmt samtökum sem fara með mál múslima í Bandaríkjunum.

Wal-Mart hefur nú sent frá sér afsökunarbréf til konunnar undirritað af aðstoðarforstjóra Wal-Mart, Rolando Rodriquez, og svæðisstjóra Wal-Mart í Nevada.

Að sögn Rodriguez verður starfsmaðurinn sendur í þjálfun þar sem sérstaklega verður farið yfir hefðir og siði í íslömskum fræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert