Um 200 múslímar komu saman við sendiráð Danmerkur í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í morgun, til að mótmæla endurbirtu Múhameðsteikningar Kurt Westergaard en myndir sýnir Múhameð spámann með sprengju í túrbani sínum. Segja mótmælendur að Danir sýni andúð sýna á íslam í skjóli slagorða um tjáningarfrelsi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Einnig kom til mótmæla við sendiráð Hollands í borginni í morgun en fyrirætlanir kvikmyndagerðarmannsins Geert Wilders um að gera sjónvarpsmynd eftir Kóraninum, hefur vakið hörð viðbrögð meðal múslíma.