Pervez Musharraf hyggst ekki segja af sér embætti þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi unnið sigur í þingkosningum í Pakistan. Musharraf segir í viðtali við Wall Street Journal að nauðsynlegt sé að líta fram á við til þess að koma á stöðugri lýðveldisstjórn í Pakistan.
Þjóðarflokkur Benazir Bhutto fyrrum forsætisráðherra, PPP, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til samstarfs við flokk Nawaz Sharifs, PML-N.
Flokkurinn sem styður Mussharaf bar mikinn ósigur í kosningunum, og er því staða forsetans talin veik.
Ef nýrri samsteypustjórn tekst að fá tvo þriðju meirihluta á þingi, gæti það leitt til þess að Musharraf verði látinn segja af sér.
Musharraf segist vilja starfa með nýrri stjórn. „Ég myndi vilja starfa með hvaða flokki sem er, og hvaða samsteypustjórn sem myndast, því það myndi vera í þágu Pakistan," sagði Musharraf í Wall Street Journal.