MySpace í viðræðum við útgáfurisana

MySpace nýtur gríðarlegra vinsælda. ekki síst meðal tónlistarunnenda
MySpace nýtur gríðarlegra vinsælda. ekki síst meðal tónlistarunnenda

Eigendur vefsvæðisins MySpace eiga nú í viðræðum við fjórar stærstu plötuútgáfur heims um að setja á laggirnar tónlistarþjónustu á vefnum vinsæla. Ætlunin er að hægt verði að hlusta ókeypis, en sækja tónlist gegn gjaldi og nota í mp3-spilurum.

MySpace er ein vinsælasta vefsíða heims, helsti keppinauturinn Facebook hefur hins vegar sótt mjög í sig veðrið undanfarið og leita stjórnendur vefjarins nú leiða til að halda forskotinu.

Vefsíðan er þegar þekkt meðal tónlistarunnenda en aragrúi hljómsveita notar vefsíðuna til að kynna tónlist sína og er þegar hægt að kaupa tónlist beint af vefsíðum margra hljómsveita og tónlistarmanna.

Ekki er ljóst hversu langt á veg viðræður eru komnar en plötufyrirtækin fjögur, Universal, Sony BMG, Warner Music og EMI hafa ekki viljað tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert