Ný könnun bendir til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama njóti nú mun meiri hylli meðal bandarískra demókrata en Hillary Clinton. Obama hefur nú 52% fylgi á landsvísu en Clinton 38%.
Frá forkosningum á ofurþriðjudaginn svokallaða í byrjun mánaðarins hefur Obama sigrað í tíu forkosningum í röð, en ljóst var í morgun að hann hefði haft betur í forkosningunum á Hawaii og Wisconsin, sem fram fóru í gær.