Sprenging varð í sólbaðstofu á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag. Engan sakaði en lögreglan segir, að tveir grímuklæddir menn hafi sést forða sér frá stofunni áður en sprengingin varð.
Að sögn danskra fjölmiðla er talið að sprengja hafi sprungið inni í byggingunni og enn logar eldur í anddyri sólbaðstofunnar. Lögregla hefur rýmt svæði í kringum húsið og sprengjusérfræðingar eru nú að fást við tösku, sem fannst inni í sólbaðstofunni.