Sprenging á sólbaðstofu í Kaupmannahöfn

Spreng­ing varð í sólbaðstofu á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn í dag. Eng­an sakaði en lög­regl­an seg­ir, að tveir grímu­klædd­ir menn hafi sést forða sér frá stof­unni áður en spreng­ing­in varð. 

Að sögn danskra fjöl­miðla er talið að sprengja hafi sprungið inni í bygg­ing­unni og enn log­ar eld­ur í and­dyri sólbaðstof­unn­ar. Lög­regla hef­ur rýmt svæði í kring­um húsið og sprengju­sér­fræðing­ar eru nú að fást við tösku, sem fannst inni í sólbaðstof­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert