Háhraðalest frá Madríd til Barcelona

Spánverjar hafa nú komið á háhraðalestartengingu milli Madrídar og Barcelona, eftir áralanga töf. Sautján lestir munu nú fara daglega milli borganna tveggja og tekur 550 kílómetra ferðalagið aðeins 155 mínútur.

Lestarferðin ætti að henta mörgum sem þurfa að ferðast á milli borganna þar sem ferðatíminn styttist mikið og keppir nú við flugið. Áfangastaðir lestarinnar eru í miðborgum þessara tveggja stærstu borga Spánar og sleppur fólk því við tímafrek og leiðinleg ferðalög á flugvelli.

Það er ríkislestafélagið RENFE sem rekur lestarnar og er nú hægt að taka háhraðalestir alla leið frá Barcelona til Sevilla með viðkomu í Madríd.

Frá Barcelona.
Frá Barcelona.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert